Í gær tók ég ákvörðun, og framkvæmdin átti sér stað í dag. Hef sagt upp starfi mínu hjá

Eða reyni það, í það minnsta. Í dag fjarlægði ég t. d. þrjú rússaljósastæði og einn kastara, og setti upp ódýra en bráðsnotra kúpla í staðinn. Nú eru ný ljós í þremur herbergjum.

Yfirvinnan í lágmarki, aðeins örfáir tugir ógreiddra stunda það sem af er þessa mánaðar.

Nú tel ég mig vita hvers vegna mér gengur svo brösuglega við skriftir. Lífið er orðið svo einstaklega fábrotið, að helsta tilbreytingin er í verkefnum á vinnustaðnum.