Nýjasta útgáfa WordPress er tilbúin til niðurhals. Meðal annars hefur loku verið skotið fyrir fáeinar öryggisgloppur, HTML flýtileiðir virka í Safari vafranum, athugasemdir eru síaðar til að koma í veg fyrir útlitsrugling, og stuðningur við PHP/FastCGI er einnig tilbúinn. Tilkynningu WordPress þróunarhópsins má lesa hér.